Úrskurður Kjaradóms felldur úr gildi 20. janúar 2006 20:42 Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá. Frumvarpið, sem fellir úr gildi átta prósenta launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins, var keyrt í gegnum Alþingi í dag þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðunnar sem telur vafa leika á að frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi þess að allir lögfræðingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd kallaði til álitsgjafar hefðu lýst efasemdum um það. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að það væri ekki rétt að allir lögfræðingar, sem komu fyrir nefndina, hefðu varað við þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, svaraði því kröftuglega og áréttaði að umræddir lögfræðingar hefðu lýst efasemdum um að frumvarpið stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstaðan vildi fara aðra leið í málinu. Vildi hún að úrskurði Kjaradóms yrði frestað á tímabilinu 1. febrúar til 1. júní og að á meðan myndi nefnd fjalla um nýjan lagagrundvöll Kjaradóms. Sú nefnd skyldi svo skila niðurstöðu sinni í formi frumvarps til laga fyrir miðjan mars næstkomandi. Með nýjan lagagrundvöll að leiðarljósi myndi dómurinn svo kveða upp úrskurð á grundvelli nýrra laga og gilti sá úrskurður frá 1. febrúar. Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði aðferð stjórnarandstöðu við að ýta niðurstöðu Kjaradóms út af borðinu vera heppilegri, skynsamlegri og betur í takt við þær ábendingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd fékk frá sérfróðum aðilum. En frumvarpið er nú orðið að lögum sem þýðir að átta prósenta launahækkanir til handa æðstu stjórnendum ríkisins falla úr gildi en í staðinn fá þeir 2,5 prósenta hækkun frá og með fyrsta febrúar. Gildir það sama um forseta Íslands en lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Eiríkur Tómasson hafa lýst miklum efasemdum um að það standist ákvæði 9. greinar stjórnarskrárinnar. Alþingi Fréttir Innlent Stjórnarskrá Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá. Frumvarpið, sem fellir úr gildi átta prósenta launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins, var keyrt í gegnum Alþingi í dag þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðunnar sem telur vafa leika á að frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi þess að allir lögfræðingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd kallaði til álitsgjafar hefðu lýst efasemdum um það. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að það væri ekki rétt að allir lögfræðingar, sem komu fyrir nefndina, hefðu varað við þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, svaraði því kröftuglega og áréttaði að umræddir lögfræðingar hefðu lýst efasemdum um að frumvarpið stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstaðan vildi fara aðra leið í málinu. Vildi hún að úrskurði Kjaradóms yrði frestað á tímabilinu 1. febrúar til 1. júní og að á meðan myndi nefnd fjalla um nýjan lagagrundvöll Kjaradóms. Sú nefnd skyldi svo skila niðurstöðu sinni í formi frumvarps til laga fyrir miðjan mars næstkomandi. Með nýjan lagagrundvöll að leiðarljósi myndi dómurinn svo kveða upp úrskurð á grundvelli nýrra laga og gilti sá úrskurður frá 1. febrúar. Ögmundur Jónasson alþingismaður sagði aðferð stjórnarandstöðu við að ýta niðurstöðu Kjaradóms út af borðinu vera heppilegri, skynsamlegri og betur í takt við þær ábendingar sem Efnahags- og viðskiptanefnd fékk frá sérfróðum aðilum. En frumvarpið er nú orðið að lögum sem þýðir að átta prósenta launahækkanir til handa æðstu stjórnendum ríkisins falla úr gildi en í staðinn fá þeir 2,5 prósenta hækkun frá og með fyrsta febrúar. Gildir það sama um forseta Íslands en lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Eiríkur Tómasson hafa lýst miklum efasemdum um að það standist ákvæði 9. greinar stjórnarskrárinnar.
Alþingi Fréttir Innlent Stjórnarskrá Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira