Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Fjármálaeftirlitið birti á vef sínum í gær breytingu á skilgreiningu í

leiðbeinandi tilmælum um efni starfsreglna stjórna fjármálafyrirtækja

um hverjir teljist venslaðir fjármálafyrirtækjum. Hluti var þar

undanskilinn skýrslugjöf um fyrirgreiðslur sem áður þurfti að skila

reglulegum skýrslum um. Í tilkynningunni segir: „Í breytingunni felst

að fyrirtæki sem aðilar sem teljast til tíu stærstu hluthafa í

fjármálafyrirtæki, eiga a.m.k. tíu prósenta hlut í, starfa hjá eða

gegna stjórnarstöðum fyrir, teljast ekki til venslaðra aðila í

skilningi tilmælanna og lýtur skýrslugjöf fjármálafyrirtækja og ytri

endurskoðanda til Fjármálaeftirlitsins ekki að fyrirgreiðslum til

þessara aðila." Ha? Spurning er hvort nægilega ljóst sé við hverja er

átt. Ekki er ofsagt að rekstur fjármálafyrirtækja sé flókinn. Fjármálakrísa jólasveinsinsGrænlenska heimastjórnin hefur skorið jólasveininn út úr fjárlögum, að

því er greint er frá í danska viðskiptaritinu Børsen. Og Ferðamannaráð

Nuuk, sem tók yfir starfsemi sveinka á árinu hefur ekki ráð á að svara

bréfaskriftum barna víðsvegar að úr heiminum í ár. Þetta er bagalegt

því dagana fyrir jól streyma bréf með óskum barna um gjafir á

heimilisfangið 2412 Grænland. Vænkast við þennan niðurskurð

heimastjórnarinnar hagur Finna þar sem ötullega er unnið að því að koma

upp heimili jólasveinsins. Spurning hvort sóknarfæri sé hér á landi í

þessum efnum líka?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×