Viðskipti innlent

Samþjöppun olli verðhækkun

Xavier Govare, forstjóri alfesca Samþjöppun laxeldisframleiðenda átti stóran þátt í að verð á laxi hækkaði.
Xavier Govare, forstjóri alfesca Samþjöppun laxeldisframleiðenda átti stóran þátt í að verð á laxi hækkaði.

Forstjóri Alfesca, Xavier Govare, telur að samþjöppun laxeldisframleiðenda hafi haft mikil áhrif á þá verðþróun sem hefur orðið á stuttum tíma á hráefnisverði á laxi.

Skömmu eftir að laxeldisrisinn Pan Fish eignaðist Marine Harvest og síðar Fjord Seafood komst laxaverð í hæstu hæðir síðan 1993. Pan Fish er talið ráða um þrjátíu prósentum af allri framleiðslu á eldislaxi.

Þessi mikla samþjöppun átti sér stað á aðeins tólf mánaða tímabili ... og hefur eðilega valdið auknum verðhækkunum á laxi sem er eitt helsta hráefnið sem Alfesca kaupir, sagði Govare á kynningarfundi sem félagið stóð fyrir í vikunni.

Um 37 prósent af veltu Alfesca koma í gegnum sölu á laxaafurðum. Laxaverð hefur verið að gefa eftir að undanförnu eftir að það náði hámarki í júlí en er þó enn hátt í sögulegu ljósi.

Á aðalfundi Alfesca í gær var jafnframt ný stjórn félagsins sjálfkjörin. Hana skipa þeir Árni Tómasson, Bill Ronald, Guðmundur Ásgeirsson, Hartmut M. Kråmer og Ólafur Ólafsson sem jafnframt er formaður stjórnar. Varamaður stjórnar er Aðalsteinn Ingólfsson. Árni Tómasson og Bill Roland eru nýir í stjórninni en úr henni fóru þau Nadine Deswasiere, sem lét af störfum sem stjórnarmaður í mars, og Guðmundur Hjaltason sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×