Fótbolti

Feginn að losna frá Englandi

Fernando Morientes fann sig aldrei á Englendi, en hefur strax sprungið út hjá Valencia á Spáni
Fernando Morientes fann sig aldrei á Englendi, en hefur strax sprungið út hjá Valencia á Spáni NordicPhotos/GettyImages

Spænski framherjinn Fernando Morientes gerði ekki gott mót á þeim mánuðum sem hann lék með Liverpool, en hann hefur nú tekið upp fyrri iðju í heimalandinu og raðar inn mörkunum fyrir Valencia. Hann segist feginn að vera laus frá Englandi, því knattspyrnan þar hafi engan veginn fallið að sínum leikstíl.

"Mig langaði að snúa aftur í knattspyrnuumhverfi þar sem ég naut mín og það hef ég sannarlega gert. Ég fann mig alls ekki í þessari hörku sem tíðkast á Englandi, en þar komast menn upp með miklu meiri fantaskap en annarsstaðar og sóknarmenn fá mun minni vernd þar en hér á Spáni," sagði Morientes sem var hjá Liverpool í tæpt eitt og hálft ár og skoraði aðeins 12 mörk í 61 leik.

Hjá Valencia hefur hann skoraði tvö mörk í tveimur leikjum í deildinni og skoraði þrennu í leik með liðinu í meistaradeildinni á dögunum. Valencia hefur ekki tapað leik í spænsku deildinni og mætir öðru taplausu liði, meisturum Barcelona, á sunnudaginn í leik sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 18:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×