Enski boltinn

Biðst afsökunar á rauða spjaldinu

Michael Ballack hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í dag en þarf að taka út þriggja leikja bann
Michael Ballack hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í dag en þarf að taka út þriggja leikja bann NordicPhotos/GettyImages

Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack fór illa að ráði sínu í dag þegar hann fékk beint rautt spjald fyrir að trampa á fætinum á Mohamed Sissoko hjá Liverpool. Ballack hefur nú beðist afsökunar á athæfi sínu og segir að um óviljaverk hafi verið að ræða.

"Ég var of seinn í boltann og lenti því á leikmanninum. Mér fannst þetta ekki mjög alvarlegt fyrst um sinn, en nú er ég búinn að sjá þetta í sjónvarpinu og ég viðurkenni að þetta lítur alls ekki vel út. Það var ekki ætlunin að meiða Sissoko og ég biðst því afsökunar," sagði Ballack og ítrekaði að þetta væri í fyrsta skiptið á ferlinum sem hann hefði fengið beint rautt spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×