Virði hlutar BAE í Airbus rýr 3. júlí 2006 10:11 Líkan af A380 risaþotu frá Airbus Mynd/AFP Fjárfestingarbankinn Rothschild metur 20 prósenta hlut breska hergagnaframleiðandans BAE Systems í flugvélaframleiðandanum Airbus á 2,75 milljarða evrur, jafnvirði 268,.5 milljarða íslenskra króna. BAE Systems hafði vonast til að mat hlutarins yrði tvöfalt hærra. Gengi hlutabréfa í Airbus hefur lækkað mikið vegna framleiðslutafa á A380 risaþotunum, sem verða þær stærstu í heimi. Tvívegis hefur verið tilkynnt um tafir á framleiðslu þotanna og hafa nokkur stór flugfélög, m.a. Singapore Airlines, snúið sér til annarra flugvélaframleiðenda með viðskipti sín. Nokkur vandræðamál hafa komið upp hjá Airbus vegna þessara tafa en Noel Forgeard, yfirforstjóri EADS, móðurfélags Airbus, hefur vikið úr starfi. Lengi vel var þrýst á að hann gerði það en hann sætti ákúru vegna ætlaðra innherjasvika með sölu á hlutabréfum í Airbus. Forgeard hefur ætíð neitað að hafa haft nokkra vitnesku um tafir á framleiðslu A380 risaþota þegar hann og fjölskylda hans seldu hluti sína í félaginu í mars á þessu ári. Þegar tilkynnt var um tafirnar í apríl féll gengi hlutabréfa í Airbus um 26 prósent. BAE Systems ætla að íhuga sölu á hlut sínum í Airbus og hafa ráðlagt hluthöfum fyrirtækisins að leggjast undir feld áður en þeir ákveða að selja hluti sína á þessu verði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Fjárfestingarbankinn Rothschild metur 20 prósenta hlut breska hergagnaframleiðandans BAE Systems í flugvélaframleiðandanum Airbus á 2,75 milljarða evrur, jafnvirði 268,.5 milljarða íslenskra króna. BAE Systems hafði vonast til að mat hlutarins yrði tvöfalt hærra. Gengi hlutabréfa í Airbus hefur lækkað mikið vegna framleiðslutafa á A380 risaþotunum, sem verða þær stærstu í heimi. Tvívegis hefur verið tilkynnt um tafir á framleiðslu þotanna og hafa nokkur stór flugfélög, m.a. Singapore Airlines, snúið sér til annarra flugvélaframleiðenda með viðskipti sín. Nokkur vandræðamál hafa komið upp hjá Airbus vegna þessara tafa en Noel Forgeard, yfirforstjóri EADS, móðurfélags Airbus, hefur vikið úr starfi. Lengi vel var þrýst á að hann gerði það en hann sætti ákúru vegna ætlaðra innherjasvika með sölu á hlutabréfum í Airbus. Forgeard hefur ætíð neitað að hafa haft nokkra vitnesku um tafir á framleiðslu A380 risaþota þegar hann og fjölskylda hans seldu hluti sína í félaginu í mars á þessu ári. Þegar tilkynnt var um tafirnar í apríl féll gengi hlutabréfa í Airbus um 26 prósent. BAE Systems ætla að íhuga sölu á hlut sínum í Airbus og hafa ráðlagt hluthöfum fyrirtækisins að leggjast undir feld áður en þeir ákveða að selja hluti sína á þessu verði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira