Leikmenn Miami fá sektir og leikbönn 29. apríl 2006 20:40 Stutt er síðan Shaquille O´Neal þurfti að punga út annari eins upphæð fyrir að gagnrýna dómara, en honum og félögum hans í Miami væri hollara að fara að einbeita sér að liði Chicago, sem er til alls líklegt í næsta leik NordicPhotos/GettyImages Leikmenn Miami Heat hafa verið meira áberandi fyrir agabrot og kveinstafi en að spila góðan körfubolta það sem af er úrslitakeppninni í ár. Udonis Haslem hefur þegar setið af sér bann fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur og nú þarf Shaquille O´Neal að opna budduna og greiða háa sekt, á meðan James Posey verður í banni í næsta leik fyrir agabrot í þriðja leik liðsins við Chicago í fyrrinótt. Shaquille O´Neal hefur verið sektaður um 25.000 dollara fyrir að gagnrýna dómarana harðlega eftir tapleikinn gegn Chicago í fyrrakvöld. O´Neal átti þar líklega einhvern lélegasta leik sinn á ferlinum og var í villuvandræðum allan leikinn. Hann skoraði aðeins 8 stig og tapaði 7 boltum í leiknum. O´Neal misbauð svo dómgæslan í leiknum að hann sagði að dómararnir hefðu niðurlægt sig með dómum sínum í leiknum og þarf nú að greiða himinháa sekt fyrir. Þess ber til gamans að geta að þó gagnrýni tröllsins á dómarana hafi vissulega farið yfir strikið - hafði hann mjög mikið til síns máls því margar ákvarðanir þeirra gráklæddu í leiknum voru vægast sagt undarlegar. James Posey verður í leikbanni í fjórða leik liðanna eftir að aganefnd fór yfir atvik sem átti sér stað undir lok þriðja leiksins þegar Posey setti öxlina í Kirk Hinrich hjá Chicago í hraðaupphlaupi og braut á honum í hreinum ásetningi. Brotið átti sér einmitt stað beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem var á meðal áhorfenda á leiknum, en Jackson er sá sem hefur mest að gera með úrskurði aganefndarinnar í deildinni. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Leikmenn Miami Heat hafa verið meira áberandi fyrir agabrot og kveinstafi en að spila góðan körfubolta það sem af er úrslitakeppninni í ár. Udonis Haslem hefur þegar setið af sér bann fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur og nú þarf Shaquille O´Neal að opna budduna og greiða háa sekt, á meðan James Posey verður í banni í næsta leik fyrir agabrot í þriðja leik liðsins við Chicago í fyrrinótt. Shaquille O´Neal hefur verið sektaður um 25.000 dollara fyrir að gagnrýna dómarana harðlega eftir tapleikinn gegn Chicago í fyrrakvöld. O´Neal átti þar líklega einhvern lélegasta leik sinn á ferlinum og var í villuvandræðum allan leikinn. Hann skoraði aðeins 8 stig og tapaði 7 boltum í leiknum. O´Neal misbauð svo dómgæslan í leiknum að hann sagði að dómararnir hefðu niðurlægt sig með dómum sínum í leiknum og þarf nú að greiða himinháa sekt fyrir. Þess ber til gamans að geta að þó gagnrýni tröllsins á dómarana hafi vissulega farið yfir strikið - hafði hann mjög mikið til síns máls því margar ákvarðanir þeirra gráklæddu í leiknum voru vægast sagt undarlegar. James Posey verður í leikbanni í fjórða leik liðanna eftir að aganefnd fór yfir atvik sem átti sér stað undir lok þriðja leiksins þegar Posey setti öxlina í Kirk Hinrich hjá Chicago í hraðaupphlaupi og braut á honum í hreinum ásetningi. Brotið átti sér einmitt stað beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem var á meðal áhorfenda á leiknum, en Jackson er sá sem hefur mest að gera með úrskurði aganefndarinnar í deildinni.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira