Sport

Allardyce talinn líklegasti eftirmaður Eriksson

Stóri-Sam er vinsæll og margir vilja meina að hann taki við af Eriksson í sumar
Stóri-Sam er vinsæll og margir vilja meina að hann taki við af Eriksson í sumar NordicPhotos/GettyImages

Leitin að nýjum landsliðsþjálfara Englendinga er nú hafin eftir að ljóst varð að Sven-Göran Eriksson hættir eftir HM í sumar. Sam Allardyce, stjóri Bolton, þykir einna líklegastur til að hreppa starfið, en einnig hafa þeir Steve McClaren hjá Boro, Alan Curbishley hjá Charlton og Martin O´Neil, fyrrum þjálfari Celtic koma einna helst til greina í því sambandi.

Þessa stundina stendur einmitt yfir blaðamannafundur þar sem Sven-Göran mun útskýra sína afstöðu varðandi starfslok sín í sumar. Talið er víst að eftirmaður Svíans komi til með að verða heimamaður, þó margir vilji helst fá Jose Mourinho hjá Chelsea í starfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×