Erlent

Borgarastyrjöld í Írak

Breskir hermenn að störfum í Írak.
Breskir hermenn að störfum í Írak. MYND/AP

NBC fréttastöðin í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld þrátt fyrir að hvorki yfirvöld þar í landi eða Írak skilgreini það svo. Talsmenn Hvíta hússins hafa þegar mótmælt þessari skoðun stöðvarinnar. Stjórnmálafræðingar telja að þetta eigi eftir að hafa töluverð áhrif á skoðanir amerísks almennings á ástandinu í Írak.

Stjórnmálafræðingar hafa sagt að nú eigi kröfur um að bandarískir hermenn verði kallaðir heim eftir að gerast háværari. Einnig spá þeir því að fleiri miðlar eigi eftir að taka þessa skilgreiningu upp og þar með enn auka á þrýstinginn sem að stjórn Bush er undir vegna Íraks. Talið er að ástandið þar sé ein meginástæða slæms gengis repúblikana í þingkosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember.

Margir telja að eingöngu sé um skilgreiningaratriði að ræða og segja að borgarastyrjöld sé í raun hafin í landinu og vísa í aukið ofbeldi á milli trúarhópa í Írak. Abdúllah, konungur Jórdaníu, sagði á sunnudaginn að í Írak væri nærri því hafin borgarastyrjöld og í dag hélt Kofi Annan svipuðu fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×