Sport

Sögð hanga á bláþræði

Úrvalsdeild Norðurlandanna, Royal League, er sögð hanga á bláþræði eftir aðeins tvö keppnistímabil. Síðustu tvo vetur hafa fjögur lið frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð keppt yfir vetrartímann og í bæði skiptin hefur FC Köbenhavn staðið uppi sem sigurvegari.

Aðsókn á leiki hafa hins vegar verið ótrúlega léleg og dæmi þess að einungis nokkrir tugir áhorfenda hafi mætt á leiki í deildinni.

Sjónvarpsáhorf hefur einnig verið vel undir væntingum.

"Fyrsta tímabilið var slæmt en annað var hreint skelfilegt," sagði Manfred Aronson, framkvæmdarstjóri Kanal 5 í Svíþjóð sem á sjónvarpsréttinn að keppninni. Fundað verður um framtíð keppninnar í dag og eru margir hræddir um að dagar hennar eru taldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×