Erlent

Porter Goss hættur hjá CIA

Porter Goss, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur verið leystur frá störfum. Hvíta húsið greindi frá þessu nú síðdegis en ekki fylgdi sögunni hver ástæða uppsagnarinnar var. Goss var yfirmaður CIA í tæp tvö ár en hann tók við embættinu eftir að forveri hans, George Tenet, hrökklaðist frá stofnuninni. Goss hefur sjálfur lent í vandræðumm, sérstaklega vegna lekamálsins svonefnda, þegar ljóstrað var upp um nafn Valerie Plame, leyniþjónustumanns, og vegna ásakana um að CIA reki leynifangelsi erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×