Miðjumaðurinn sterki Michael Essien fer ekki með landsliði sínu í Afríkukeppnina vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn West Ham á mánudaginn. Þetta er mikið áfall fyrir landslið Ghana, en Jose Mourinho sagði á heimasíðu Chelsea í gær að tilgangslaust væri fyrir leikmanninn að fara á mótið því hann gæti ekki spilað á næstunni og því væri hann betur settur í endurhæfingu á Englandi.

