Scott Parker hjá Newcastle hefur þurft að gangast undir smávægilega aðgerð á hné og verður frá keppni í þrjár til fimm vikur. Hinn 25 ára gamli Parker meiddist í leik þann 17. desember og er nú nýjasta nafnið á meiðslalista liðsins, sem hefur verið afar óheppið í þeim efnum í vetur.
