Innlent

Norðurlandaráð styrkir bútasaum

Norðurlandaráð hefur ákveðið að styðja þá sem hafa hug á að halda norrænt bútasaumsmót um 150.000 danskar krónur sem samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Þannig vill ráðið styrkja norrænt samstarf þeirra sem vilja dreifa þekkingu og kynna sér bútasaum með norrænu móti. 

Norræna bútasaumsmótið, NQT 2006, verður haldið í Helsinki og eru það bútasaumsfélög í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi sem standa að því. Á mótinu verða haldin rúmlega 20 lítil námskeið undir stjórn kennara á þessu sviði og fer mótið fram dagana 25. til 28. maí á þessu ári. Þar verður einnig hægt að fara á sýningar sem opnar verða almenningi. Opnuð hefur verið vefsíða verkefnisins sem nálgast má hér.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×