Aeroflot kaupir ekki Boeing-vélar 15. nóvember 2006 08:15 Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Að sögn Valery Okulov, forstjóra Aeroflot, fékkst ekki fjárveiting frá stjórnvöldum vegna kaupanna og rann samningurinn því út í sandinn. Stjórnmálaskýrendur geta sér þess til að viðræður á milli Aeroflot og Boeing hafi siglt í strand eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að setja viðskiptabann á rússneska hergagnaútflytjandann Rosoboronexport og herþotuframleiðandann Sukhol, sem eiga í viðskiptasamböndum við Írana. Flugfélagið íhugaði að endurnýja flugflota sinn sem samanstendur að mestu af Ilyushin-vélum. Vélarnar eru komnar til ára sinna og hafa þær bilað alloft. Aeroflot hefur sömuleiðis stefnt að því að kaupa 22 Airbus 350 XWB farþegaþotur á árunum 2012 til 2013. Okulov benti hins vegar á að það væri óvíst hvort af kaupunum yrði þar sem Airbus ætti við framleiðsluvanda að stríða og hafi Aeroflot ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár. Að sögn Valery Okulov, forstjóra Aeroflot, fékkst ekki fjárveiting frá stjórnvöldum vegna kaupanna og rann samningurinn því út í sandinn. Stjórnmálaskýrendur geta sér þess til að viðræður á milli Aeroflot og Boeing hafi siglt í strand eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að setja viðskiptabann á rússneska hergagnaútflytjandann Rosoboronexport og herþotuframleiðandann Sukhol, sem eiga í viðskiptasamböndum við Írana. Flugfélagið íhugaði að endurnýja flugflota sinn sem samanstendur að mestu af Ilyushin-vélum. Vélarnar eru komnar til ára sinna og hafa þær bilað alloft. Aeroflot hefur sömuleiðis stefnt að því að kaupa 22 Airbus 350 XWB farþegaþotur á árunum 2012 til 2013. Okulov benti hins vegar á að það væri óvíst hvort af kaupunum yrði þar sem Airbus ætti við framleiðsluvanda að stríða og hafi Aeroflot ekkert heyrt frá fyrirtækinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira