Erlent

Íranar tilbúnir að ræða við Ítali um Miðausturlönd

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans MYND/AP

Talsmaður forseta Ítalíu hefur skýrt frá því að ráðherranum hafi borist bréf frá forseta Írans, þar sem hann segist vera fús til viðræðna við Ítali um ástandið í Miðausturlöndum.

Romano Prodi og Mahmoud Ahmadinejad áttu með sér fund hjá Sameinuðu þjóðunum, í september, og talsmaður Prodis segir að bréfið hafi verið skrifað í framhaldi af því.

Nokkrar Evrópuþjóðir, með Breta í broddi fylkingar, vilja fá arabaþjóðir til liðs við sig við að leysa þann vanda sem við er að etja í Írak og Ísrael.

Meðal landa sem nefnd hafa verið eru Sýrland og Íran. Bandaríkjamenn hafa tekið þeirri hugmynd fálega.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×