Fótbolti

Wenger ætlar að sækja til sigurs

Arsenal sækir Porto heim í kvöld í beinni á Sýn Extra
Arsenal sækir Porto heim í kvöld í beinni á Sýn Extra NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki ætla að fara til Porto í kvöld með það fyrir augum að hanga á jafntefli þó sú niðurstaða yrði nóg fyrir hans menn til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 19:30.

"Við förum til Porto til að vinna leikinn og tryggja okkur örugglega áfram, því það gæfi okkur góðan meðbyr inn í næstu umferð. Við eigum mjög góða möguleika á að komast áfram úr því að CSKA þarf að vinna í Hamburg," sagði Wenger og bætti því við að riðillinn í ár væri miklu erfiðari en sá sem liðið er í nú.

"Í fyrra vorum við í riðli með Sparta Prag og Thun, það var mikið auðveldara en riðillinn sem við erum í núna. Sjáið bara CSKA Moskvu - liðið var í efsta sæti riðilsins á tímabili, en nú gæti farið svo að liðið kæmist ekki einu sinni áfram úr riðlinum. Það er líka alltaf erfitt að vinna lið frá Portúgal og ekki eru lið frá Þýskalandi auðveldari, eins og sést á góðum árangri Bremen í A-riðlinum með Chelsea og Barcelona," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×