Sport

Hughes ætlar sér sigur

Mark Hughes og félagar eru nokkuð óvænt komnir í hörku baráttu um sæti í Evrópukeppninni að ári
Mark Hughes og félagar eru nokkuð óvænt komnir í hörku baráttu um sæti í Evrópukeppninni að ári NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar Blackburn tekur á móti Wigan á heimavelli sínum Ewood Park. Blackburn er í harðri baráttu um Evrópusæti á næstu leiktíð og hefur liðið verið á mikilli siglingu undanfarið.

Miðjumaðurinn Robbie Savage verður á ný í liði Blackburn eftir leikbann og þá snúa framherjarnir Sinama-Pongolle og Craig Bellamy aftur í liðið eftir meiðsli.

"Okkur hefur tekist að gera heimavöllinn að því sterka vígi sem hann á að vera og nú þurfum við sannarlega á stuðningi fólks að halda á lokasprettinum. Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir og því þurfum við á öllum stuðningi að halda sem við getum fengið," sagði Mark Hughes, stjóri Blackburn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×