Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er úr leik á BMW-mótinu á Ítalíu, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Ólöf lék skelfilega í dag og lauk keppni á 11 höggum yfir pari vallar - 83 höggum. Í gær lék hún á þremur höggum yfir pari og lýkur því keppni á 14 yfir pari og var fjarri því að komast í geng um niðurskurðinn á mótinu.
Ólöf úr leik á BMW-mótinu
