Sport

Gagnrýnir sofandi stuðningsmenn

Old Trafford, heimavöllur Manchester United
Old Trafford, heimavöllur Manchester United NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir stóran hluta stuðningsmanna liðsins vera steinsofandi á deildarleikjum liðsins og kallar eftir því að þeir taki sér stuðningsmenn Glasgow Celtic til fyrirmyndar, því þeir hafi mynda ótrúlega stemmingu á leik liðanna í meistaradeildinni í vikunni.

"Það var frábært að heyra í þessum 6000 stuðningsmönnum sem komu hérna í vikunni og ég vildi óska að allir stuðningsmenn gestaliðanna kæmu með svona stuðningsmannalið með sér. Stundum er eins og hluti áhorfenda sé hreinlega sofandi og það er frekar lélegt. Fjöldi fólks virðist alltaf koma hingað til að láta skemmta sér og er það vel - en stundum þarf liðið líka að þrífast á stemmingunni úr röðum áhorfenda þegar illa gengur á vellinum," sagði Ferguson og bætti við að hann hefði verið farinn að sakna rafmagnaðs andrúmsloftsins sem ríkti á miðvikudagskvöldum á Old Trafford þegar liðið spilaði í meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×