Enski boltinn

Enn skorar Drogba

Andriy Shevchenko og John Terry fagna hér marki félaga síns Didier Drogba strax í upphafi leiks gegn Villa
Andriy Shevchenko og John Terry fagna hér marki félaga síns Didier Drogba strax í upphafi leiks gegn Villa NordicPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum þremur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Didier Drogba heldur áfram að skora grimmt fyrir Chelsea og kom liðinu yfir á þriðju mínútu gegn Aston Villa, en gestirnir náðu að jafna leikinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með marki frá Gabriel Agbonlahor.

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton náðu sömuleiðis forystu gegn Arsenal á heimavelli með marki Darren Bent á 21. mínútu, en Robin van Persie jafnaði metin fyrir arsenal 10 mínútum síðar. Þá hefur Everton yfir gegn Manchester City þar sem markahrókurinn Andy Johnson skoraði skömmu áður en flautað var til leikhlés.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×