Fótbolti

Wolfsburg skellti meisturunum

Leikmenn Wolfsburg höfðu loksins ástæðu til að fagna í dag eftir frækinn sigur á meisturum Bayern
Leikmenn Wolfsburg höfðu loksins ástæðu til að fagna í dag eftir frækinn sigur á meisturum Bayern NordicPhotos/GettyImages

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar lærisveinar Klaus Augenthaler í Wolfsburg skelltu meisturum Bayern Munchen 1-0. Wolfsburg var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn en fyrsta mark Mike Hanke í sjö mánuði tryggði heimamönnum sigurinn. Þetta var aðeins þriðji sigur Wolfsburg í síðustu 23 leikjum, en þessi sigur hefur væntanlega keypt Augenthaler einhvern gálgafrest í starfi sínu.

Á sama tíma skellti lið Nurnberg aftur í toppsæti deildarinnar þrátt fyrir að ná aðeins 1-1 jafntefli við Mainz. Nurnberg, Schalke, Bremen og Bayern eru nú öll jöfn að stigum á toppnum með 10 stig eftir sex leiki, en markatala Nurnberg er best.

Schalke og Hertha frá Berlín eiga möguleika á að skjótast á toppinn á morgun með sigri í leikjum sínum gegn Leverkusen og Stuttgart.

Úrslit leikja í dag og markaskorara er hægt að skoða á Boltavaktinni hér á íþróttasíðu Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×