Framherjinn Matt Jansen hefur nú gengið í raðir Bolton í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann var leystur undan samningi sínum hjá Blackburn á dögunum. Jansen var eitt sinn einhver efnilegasti framherji á Englandi, en lenti í slysi fyrir nokkrum árum og hefur aldrei verið samur síðan. Sam Allardyce, stjóri Bolton, hefur þó mikla trú á honum og hefur samið við hann út tímabilið.

