Valið stendur á milli krónu og ESB-aðildar 26. júlí 2006 06:00 Hafliði Helgason skrifar Að mati nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs, Krónan og atvinnulífið, sem kemur út í dag eru aðeins tveir raunhæfir kostir í skipan gengismála til framtíðar. Annar er núverandi fyrirkomulag með fljótandi krónu í opnu hagkerfi. Hinn er upptaka evru með fullri aðild að myntbandalagi Evrópu og þar með inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á það að skipan gengismála leysi ekki þann hagstjórnarvanda sem við er að glíma í dag. Þvert á móti sé aukin samræming og ábyrg hagstjórn forsenda þess að þjóðin hafi raunverulegt val um hver lögeyrir þjóðarinnar verði þegar til framtíðar sé horft. Stór hópur fólks kom að gerð skýrslunnar. Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarmál að breiður hópur kæmi að gerð skýrslunnar. "Það sem við vildum fá fram er að góð umræða um krónuna og gjaldeyrismálin og hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Ísland og Íslendinga skapaðist. Við hlaupum ekki að niðurstöðu, heldur viljum við fá vel mótaða umræðu um efnið." Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, fór fyrir hópnum og skrifaði skýrsluna ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega yfir reynsluna af krónunni undanfarin ár og hvernig til hefur tekist í stjórn peningamála og hagstjórn almennt. Ólafur segir ýmislegt hindra að miðlun peningastefnunnar hafi náð fram að ganga sem skyldi. Í skýrslunni er einnig kallað eftir fastari tökum í ríkisfjármálum og aukinni samræmingu í hagstjórn. Sjónum er þar meðal annars beint að sveitarfélögunum en fjármunir sem fara um hendur þeirra hafa vaxið undanfarin ár. "Hagstjórnarlegri ábyrgð sem því fylgir hefur kannski ekki verið nægjanlega mikill gaumur gefinn. Við sýnum fram á þráfelldan og allt að því stórfelldan hallarekstur á ýmsum mikilvægum sveitarfélögum," segir Ólafur. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að evra leysi ekki þann vanda sem hagstjórn á Íslandi glímir við um þessar mundir. "Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi. Fram hjá því verður ekki komist ef menn ætla að eiga þetta val. Það er von okkar að í þessari skýrslu sé tekið saman efni sem sé til þess fallið að stuðla að málefnalegri, faglegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi." Sjá nánar úttekt í miðopnu Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Hafliði Helgason skrifar Að mati nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs, Krónan og atvinnulífið, sem kemur út í dag eru aðeins tveir raunhæfir kostir í skipan gengismála til framtíðar. Annar er núverandi fyrirkomulag með fljótandi krónu í opnu hagkerfi. Hinn er upptaka evru með fullri aðild að myntbandalagi Evrópu og þar með inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á það að skipan gengismála leysi ekki þann hagstjórnarvanda sem við er að glíma í dag. Þvert á móti sé aukin samræming og ábyrg hagstjórn forsenda þess að þjóðin hafi raunverulegt val um hver lögeyrir þjóðarinnar verði þegar til framtíðar sé horft. Stór hópur fólks kom að gerð skýrslunnar. Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarmál að breiður hópur kæmi að gerð skýrslunnar. "Það sem við vildum fá fram er að góð umræða um krónuna og gjaldeyrismálin og hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Ísland og Íslendinga skapaðist. Við hlaupum ekki að niðurstöðu, heldur viljum við fá vel mótaða umræðu um efnið." Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, fór fyrir hópnum og skrifaði skýrsluna ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega yfir reynsluna af krónunni undanfarin ár og hvernig til hefur tekist í stjórn peningamála og hagstjórn almennt. Ólafur segir ýmislegt hindra að miðlun peningastefnunnar hafi náð fram að ganga sem skyldi. Í skýrslunni er einnig kallað eftir fastari tökum í ríkisfjármálum og aukinni samræmingu í hagstjórn. Sjónum er þar meðal annars beint að sveitarfélögunum en fjármunir sem fara um hendur þeirra hafa vaxið undanfarin ár. "Hagstjórnarlegri ábyrgð sem því fylgir hefur kannski ekki verið nægjanlega mikill gaumur gefinn. Við sýnum fram á þráfelldan og allt að því stórfelldan hallarekstur á ýmsum mikilvægum sveitarfélögum," segir Ólafur. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að evra leysi ekki þann vanda sem hagstjórn á Íslandi glímir við um þessar mundir. "Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi. Fram hjá því verður ekki komist ef menn ætla að eiga þetta val. Það er von okkar að í þessari skýrslu sé tekið saman efni sem sé til þess fallið að stuðla að málefnalegri, faglegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi." Sjá nánar úttekt í miðopnu
Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira