Valið stendur á milli krónu og ESB-aðildar 26. júlí 2006 06:00 Hafliði Helgason skrifar Að mati nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs, Krónan og atvinnulífið, sem kemur út í dag eru aðeins tveir raunhæfir kostir í skipan gengismála til framtíðar. Annar er núverandi fyrirkomulag með fljótandi krónu í opnu hagkerfi. Hinn er upptaka evru með fullri aðild að myntbandalagi Evrópu og þar með inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á það að skipan gengismála leysi ekki þann hagstjórnarvanda sem við er að glíma í dag. Þvert á móti sé aukin samræming og ábyrg hagstjórn forsenda þess að þjóðin hafi raunverulegt val um hver lögeyrir þjóðarinnar verði þegar til framtíðar sé horft. Stór hópur fólks kom að gerð skýrslunnar. Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarmál að breiður hópur kæmi að gerð skýrslunnar. "Það sem við vildum fá fram er að góð umræða um krónuna og gjaldeyrismálin og hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Ísland og Íslendinga skapaðist. Við hlaupum ekki að niðurstöðu, heldur viljum við fá vel mótaða umræðu um efnið." Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, fór fyrir hópnum og skrifaði skýrsluna ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega yfir reynsluna af krónunni undanfarin ár og hvernig til hefur tekist í stjórn peningamála og hagstjórn almennt. Ólafur segir ýmislegt hindra að miðlun peningastefnunnar hafi náð fram að ganga sem skyldi. Í skýrslunni er einnig kallað eftir fastari tökum í ríkisfjármálum og aukinni samræmingu í hagstjórn. Sjónum er þar meðal annars beint að sveitarfélögunum en fjármunir sem fara um hendur þeirra hafa vaxið undanfarin ár. "Hagstjórnarlegri ábyrgð sem því fylgir hefur kannski ekki verið nægjanlega mikill gaumur gefinn. Við sýnum fram á þráfelldan og allt að því stórfelldan hallarekstur á ýmsum mikilvægum sveitarfélögum," segir Ólafur. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að evra leysi ekki þann vanda sem hagstjórn á Íslandi glímir við um þessar mundir. "Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi. Fram hjá því verður ekki komist ef menn ætla að eiga þetta val. Það er von okkar að í þessari skýrslu sé tekið saman efni sem sé til þess fallið að stuðla að málefnalegri, faglegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi." Sjá nánar úttekt í miðopnu Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Hafliði Helgason skrifar Að mati nýrrar skýrslu Viðskiptaráðs, Krónan og atvinnulífið, sem kemur út í dag eru aðeins tveir raunhæfir kostir í skipan gengismála til framtíðar. Annar er núverandi fyrirkomulag með fljótandi krónu í opnu hagkerfi. Hinn er upptaka evru með fullri aðild að myntbandalagi Evrópu og þar með inngöngu í Evrópusambandið. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á það að skipan gengismála leysi ekki þann hagstjórnarvanda sem við er að glíma í dag. Þvert á móti sé aukin samræming og ábyrg hagstjórn forsenda þess að þjóðin hafi raunverulegt val um hver lögeyrir þjóðarinnar verði þegar til framtíðar sé horft. Stór hópur fólks kom að gerð skýrslunnar. Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, segir það hafa verið metnaðarmál að breiður hópur kæmi að gerð skýrslunnar. "Það sem við vildum fá fram er að góð umræða um krónuna og gjaldeyrismálin og hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Ísland og Íslendinga skapaðist. Við hlaupum ekki að niðurstöðu, heldur viljum við fá vel mótaða umræðu um efnið." Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, fór fyrir hópnum og skrifaði skýrsluna ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega yfir reynsluna af krónunni undanfarin ár og hvernig til hefur tekist í stjórn peningamála og hagstjórn almennt. Ólafur segir ýmislegt hindra að miðlun peningastefnunnar hafi náð fram að ganga sem skyldi. Í skýrslunni er einnig kallað eftir fastari tökum í ríkisfjármálum og aukinni samræmingu í hagstjórn. Sjónum er þar meðal annars beint að sveitarfélögunum en fjármunir sem fara um hendur þeirra hafa vaxið undanfarin ár. "Hagstjórnarlegri ábyrgð sem því fylgir hefur kannski ekki verið nægjanlega mikill gaumur gefinn. Við sýnum fram á þráfelldan og allt að því stórfelldan hallarekstur á ýmsum mikilvægum sveitarfélögum," segir Ólafur. Í skýrslunni er lögð rík áhersla á að evra leysi ekki þann vanda sem hagstjórn á Íslandi glímir við um þessar mundir. "Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi. Fram hjá því verður ekki komist ef menn ætla að eiga þetta val. Það er von okkar að í þessari skýrslu sé tekið saman efni sem sé til þess fallið að stuðla að málefnalegri, faglegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi." Sjá nánar úttekt í miðopnu
Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira