Erlent

Íbúar við Merapi snúa aftur

MYND/AP

Íbúar í þorpum nærri indónesíska eldfjallinu Merapi, sem flýðu heimili sín í gær vegna aukinnar virkni í fjallinu, sneru aftur til síns heima í dag þrátt fyrr að virknin væri enn mikil.

Fólkið sagðist þurfa að gæta búhjarða sinna og uppskeru sem það byggði lífsafkomu sína á og því kæmi ekki annað til greina en að snúa aftur heim. Merapi hefur látið á sér kræla undanfarnar vikur en í gær jókst virknin allnokkuð og spúði fjallið þá mikilli ösku. Virknin virtist þó nokkru minni í dag. Þúsundir manna hafa þegar yfirgefið heimili sín í kringum fjallið en erfitt hefur reynst að sannfæra alla um að yfirgefa svæðið þar sem lífsafkoma þess er í húfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×