Erlent

Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann

Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu. Yfirmenn stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag gagnrýndu Rússa fyrir að draga lappirnar í málinu, en Zelenovic var gripinn í Síberíu í ágúst í fyrra. Zelenovic er sakaður um bæði nauðganir og pyntingar í stríðinu en ekki er ljóst hvenær hann kemur fyrir stríðsglæpadómstólinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×