Sport

Phoenix lagði Clippers í tvíframlengdum leik

Steve Nash faðmar hér félaga sinn Raja Bell eftir hetjukörfu hans undir lok fyrstu framlengingarinnar
Steve Nash faðmar hér félaga sinn Raja Bell eftir hetjukörfu hans undir lok fyrstu framlengingarinnar NordicPhotos/GettyImages

Fimmti leikur Phoenix Suns og LA Clippers í nótt var í meira lagi sögulegur, en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og svo fór að heimamenn í Phoenix höfðu betur 125-118. Phoenix leiðir því 3-2 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Los Angeles.

Phoenix náði mest 19 stiga forystu í síðari hálfleik venjulegs leiktíma, en missti hana niður og því þurfti að framlengja. Það var svo Raja Bell hjá Phoenix sem knúði fram aðra framlengingu með því að smella þrist úr horninu þegar ein sekúnda var eftir af framlengingunni. Eftir það tóku heimamenn svo öll völd og náðu að klára dæmið.

Shawn Marion skoraði 36 stig og hirti 20 fráköst í liði Phoenix, Tim Thomas skoraði 25, Raja Bell 22 og Steve Nash bætti við 17 stigum, 13 stoðsendingum og 7 fráköstum.

Elton Brand skoraði 33 stig, hirti 15 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 5 skot fyrir Clippers og Sam Cassell skoraði 32 stig. Næsti leikur fer fram í Los Angeles og þar getur Phoenix með sigri komist í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×