Erlent

Björgunarmenn nálgast námamennina

Björgunarmenn að störfum.
Björgunarmenn að störfum. MYND/AP

Björgunarmenn eru enn að bora sig að tveimur áströlskum námamönnum sem hafa setið fastir í námagöngum í 11 daga. Mennirnir eru sagðir við góða heilsu þó dvölin neðanjarðar sé orðin þetta löng.

Búist er við að björgunarmönnum takist að bora sig til þeirra á næstu klukkustundum. Þeir hafa borað sig að mönnunum en nú þegar svo nálægt þeim er komið verður grafið með skóflum.

Mennirnir hafa setið fastir í námunni síðan jarðskjálfti reið yfir svæðið en við það lokuðust þeir inni. Félagi þeirra lést þegar steinhnullungur féll á hann í jarðskjálftanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×