Nýr forstjóri hjá Alfesca 10. ágúst 2006 11:10 Xavier Govare nýr forstjóri Alfesca. Mynd/Alfesca Xavier Govare hefur verið ráðinn forstjóri Alfesca. Xavier þekkir starfsemi félagsins vel en hann hefur verið forstjóri Labeyrie, dótturfélags Alfesca, frá árinu 2002. Undir hans stjórn hefur Labeyrie náð góðum árangri í rekstri og innleiðingu nýrra félaga sem bæst höfðu við félagið á síðustu árum undir hans stjórn, meðal annars Blini í Frakklandi, Vensy á Spáni og Farne í Bretlandi. Var það sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar Alfesca að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Jakob Óskar Sigurðsson hefur látið af störfum eftir tveggja ára farsælt starf hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur félagið vaxið og tekið miklum breytingum. Sú stefna sem mörkuð var fyrir um tveimur árum, að Alfesca yrði leiðandi framleiðandi kældra fullunninna matvæla á Evrópumarkaði, hefur gengið eftir en félagið er nú leiðandi á kjarnamörkuðum sínum í Frakklandi, Bretlandi og á Spáni. Hluti af innleiðingu þessarar stefnu voru kaupin á Labeyrie annars vegar og hins vegar sala á framleiðslu frystra afurða í Bandaríkjunum og Frakklandi, sölustarfsemi félagsins með lítt unnar sjávarafurðir og öðrum félögum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi félagsins. Stjórn Alfesca þakkar Jakobi Óskari Sigurðssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. „Árangursríkt breytingaferli hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum árum," segir Jakob Sigurðsson. „Það var áhugavert að takast á við þetta verkefni og í dag er félagið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Nú hefur vissum áfanga verið náð og í kjölfar þess var ákveðið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess." Xavier Govare, sem er 48 ára gamall, er með gráðu í viðskiptum. Hann hóf störf hjá Labeyrie árið 1989 en áður hafði hann starfað sem stjórnandi hjá Unilever Best Food, sem er einn stærsti matvælaframleiðandi í heimi, og Novartis. Hann varð framkvæmdastjóri Labeyrie árið 1999 og hafði yfirumsjón með skráningu félagsins á franska hlutabréfamarkaðinn það ár. Xavier varð síðar forstjóri félagsins eftir afskráningu þess af hlutabréfamarkaði árið 2002. „Stefna Labeyrie group hefur í mörg ár verið að auka virði félagsins með því að leggja áherslu á framleiðslu eigin vörumerkja," segir Xavier Govare. „Þannig hefur okkur tekist að ná forystu á mörkuðum okkar og arðsemi aukist samkvæmt því. Eftir þessari stefnu hefur verið unnið hjá Alfesca." Xavier Govare er kvæntur og á fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Xavier Govare hefur verið ráðinn forstjóri Alfesca. Xavier þekkir starfsemi félagsins vel en hann hefur verið forstjóri Labeyrie, dótturfélags Alfesca, frá árinu 2002. Undir hans stjórn hefur Labeyrie náð góðum árangri í rekstri og innleiðingu nýrra félaga sem bæst höfðu við félagið á síðustu árum undir hans stjórn, meðal annars Blini í Frakklandi, Vensy á Spáni og Farne í Bretlandi. Var það sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar Alfesca að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Jakob Óskar Sigurðsson hefur látið af störfum eftir tveggja ára farsælt starf hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur félagið vaxið og tekið miklum breytingum. Sú stefna sem mörkuð var fyrir um tveimur árum, að Alfesca yrði leiðandi framleiðandi kældra fullunninna matvæla á Evrópumarkaði, hefur gengið eftir en félagið er nú leiðandi á kjarnamörkuðum sínum í Frakklandi, Bretlandi og á Spáni. Hluti af innleiðingu þessarar stefnu voru kaupin á Labeyrie annars vegar og hins vegar sala á framleiðslu frystra afurða í Bandaríkjunum og Frakklandi, sölustarfsemi félagsins með lítt unnar sjávarafurðir og öðrum félögum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi félagsins. Stjórn Alfesca þakkar Jakobi Óskari Sigurðssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. „Árangursríkt breytingaferli hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum árum," segir Jakob Sigurðsson. „Það var áhugavert að takast á við þetta verkefni og í dag er félagið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Nú hefur vissum áfanga verið náð og í kjölfar þess var ákveðið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess." Xavier Govare, sem er 48 ára gamall, er með gráðu í viðskiptum. Hann hóf störf hjá Labeyrie árið 1989 en áður hafði hann starfað sem stjórnandi hjá Unilever Best Food, sem er einn stærsti matvælaframleiðandi í heimi, og Novartis. Hann varð framkvæmdastjóri Labeyrie árið 1999 og hafði yfirumsjón með skráningu félagsins á franska hlutabréfamarkaðinn það ár. Xavier varð síðar forstjóri félagsins eftir afskráningu þess af hlutabréfamarkaði árið 2002. „Stefna Labeyrie group hefur í mörg ár verið að auka virði félagsins með því að leggja áherslu á framleiðslu eigin vörumerkja," segir Xavier Govare. „Þannig hefur okkur tekist að ná forystu á mörkuðum okkar og arðsemi aukist samkvæmt því. Eftir þessari stefnu hefur verið unnið hjá Alfesca." Xavier Govare er kvæntur og á fjögur börn, tvær dætur og tvo syni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira