Erlent

Allsherjarþingið álytkar gegn Ísrael

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem þess er krafist að Ísraelsher hætti þegar hernaðaraðgerðum á Gaza-svæðinu.

Boðað var til neyðarfundar vegna málsins í gær og tekist á um ályktunina langt fram eftir degi. Að lokum var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Öll Evrópusambandsríkin samþykktu ályktunina eftir að orðalagi hafði verið breytt og það mildað. Bandaríkjamenn greiddu atkvæði gegn ályktuninni og Ísraelar sögðu ekki tekið á mikilvægum atriðum málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×