Ísland í alfaraleið 18. nóvember 2006 19:08 Ísland verður í alfaraleið flutningaskipa í heiminum innan fárra ára. Þetta er mat íslensks prófessors sem telur að eftir sjö til átta ár muni fimm hundruð olíuskip fara framhjá Íslandi árlega. Við það aukist hættan á stóru olíuslysi við strendur landsins. Í nýrri bók Trausta Valssonar, prófessors við Háskóla Íslands, er fjallað um hvernig heimurinn muni breytast vegna hlýnunar jarðar og byggir umfjöllunina á aðferðum skipulagsfræðinnar. Í bókinni er gefið yfirlit yfir þau gögn sem liggja fyrir um hvernig þættir veður- og náttúrufars séu að breytast og muni breytast. Höfundur segir það mat margra að hlýnunin verði því miður ekki stöðvuð. Þá vakni spurningar um hvaða breytingar hlýnunin leiði af sér hvað varði búsetuskilyrði á ýmsum svæðum jarðar. Afleiðingar verði hörmulegar á mörgum suðrænum svæðum, en á sama tíma veðri mörg svæði í hánorðri og hásuðri byggileg þar sem nú er ekki hægt að búa vegna kulda. Nú þegar hafi fuglar, fiskar og plöntur flutt sig til þessara svæða sem eru að hlýna og fólk fylgi þar fast á eftir. Trausti segir siðferðilega spurningu vakna um hvort við sem búum á byggilegri svæðum heims getum lokað á aðra. Trausti segir að flutningaleiðir fyrir risaskip muni opnast milli Kyrrahafs og Atlantshafs þegar ís minnkar í Norður Íshafinu. Þá verði Ísland í þjóðleið flutninga. Í fyrra hafi 17 hundrað þúsund tonna flutningaskip farið meðfram landinu með olíu til Bandaríkjanna og á bilinu 60 til 70 í ár. Trausti segir hægt að áætla að þau verði orðin 500 á ári eftir 7 til 8 ár. Hann telur því möguleika á að reisa olíuumskipunarhöfn hér á landi en varar við hættum sem geti skapast. Sem dæmi gætu orðið slys við flutning. Fjárfesta þurfi því í sterkum varðskipum og dráttarbátum. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Ísland verður í alfaraleið flutningaskipa í heiminum innan fárra ára. Þetta er mat íslensks prófessors sem telur að eftir sjö til átta ár muni fimm hundruð olíuskip fara framhjá Íslandi árlega. Við það aukist hættan á stóru olíuslysi við strendur landsins. Í nýrri bók Trausta Valssonar, prófessors við Háskóla Íslands, er fjallað um hvernig heimurinn muni breytast vegna hlýnunar jarðar og byggir umfjöllunina á aðferðum skipulagsfræðinnar. Í bókinni er gefið yfirlit yfir þau gögn sem liggja fyrir um hvernig þættir veður- og náttúrufars séu að breytast og muni breytast. Höfundur segir það mat margra að hlýnunin verði því miður ekki stöðvuð. Þá vakni spurningar um hvaða breytingar hlýnunin leiði af sér hvað varði búsetuskilyrði á ýmsum svæðum jarðar. Afleiðingar verði hörmulegar á mörgum suðrænum svæðum, en á sama tíma veðri mörg svæði í hánorðri og hásuðri byggileg þar sem nú er ekki hægt að búa vegna kulda. Nú þegar hafi fuglar, fiskar og plöntur flutt sig til þessara svæða sem eru að hlýna og fólk fylgi þar fast á eftir. Trausti segir siðferðilega spurningu vakna um hvort við sem búum á byggilegri svæðum heims getum lokað á aðra. Trausti segir að flutningaleiðir fyrir risaskip muni opnast milli Kyrrahafs og Atlantshafs þegar ís minnkar í Norður Íshafinu. Þá verði Ísland í þjóðleið flutninga. Í fyrra hafi 17 hundrað þúsund tonna flutningaskip farið meðfram landinu með olíu til Bandaríkjanna og á bilinu 60 til 70 í ár. Trausti segir hægt að áætla að þau verði orðin 500 á ári eftir 7 til 8 ár. Hann telur því möguleika á að reisa olíuumskipunarhöfn hér á landi en varar við hættum sem geti skapast. Sem dæmi gætu orðið slys við flutning. Fjárfesta þurfi því í sterkum varðskipum og dráttarbátum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira