Sport

Agassi neitar að ljúka keppni

Andre Agassi keppir á sínu síðasta stórmóti um þessar mundir
Andre Agassi keppir á sínu síðasta stórmóti um þessar mundir NordicPhotos/GettyImages

Gamla kempan Andre Agassi var nálægt því að leggja spaðann á hilluna í gær þegar hann vann nauman sigur á Andrei Pavel á opna bandaríska meistaramótinu 6-7 (4-7), 7-6 (10-8), 7-6 (8-6) og 6-2. Agassi, sem vann sigur á mótinu árin 1994 og 1999, var aðeins hársbreidd frá því að falla úr keppni en naut góðs stuðnings 23000 áhorfenda í New York og náði að tryggja sér sæti í næstu umferð þar sem hann mætir Marcos Baghdatis.

Leikurinn stóð yfir í þrjár og hálfa klukkustund og eftir arfaslaka byrjun, náði hinn 36 ára gamli Agassi að rétta úr kútnum og tryggja sér sigur. Þetta er síðasta stórmót þessa kunna tenniskappa á ferlinum, en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða undanfarin ár.

"Ég vil ekkert frekar en að vera hér á meðal keppenda næstu tvær vikurnar, því mesti hávaði sem ég þekki er 23.000 þöglir New York-búar," sagði Agassi og vísaði til þess að hann vildi ekki valda stuðningsmönnum sínum vonbrigðum á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×