Fótbolti

Real einu stigi á eftir Barcelona

Leikmenn Real Madrid fagna marki Roberto Carlos í kvöld.
Leikmenn Real Madrid fagna marki Roberto Carlos í kvöld. MYND/AFP

Real Madrid heldur áfram að saxa á forskot Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og eftir 2-1 sigur liðsins á Atletico Bilbao í kvöld munar nú aðeins einu stigi. David Beckham og Ronaldo komu inn á í hálfleik hjá Real í kvöld og breyttu gangi leiksins.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir gestunum og voru leikmenn Real langt frá sínu besta. Fabio Capello ákvað að gera róttækar breytingar á liði sínu í hálfleik og tók þá Emerson og Jose Reyes af velli og setti tvær fallnar stjörnur, David Beckham og Ronaldo, inn á í þeirra stað.

Þessar skiptingar áttu eftir að reynast gulls ígildi því Ronaldo jafnaði metin á 64. mínútu. Það var síðan Roberto Carlos sem tryggði stigin þrjú með marki tæpum 10 mínútum fyrir leikslok.

Real er með 29 stig í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Barcelona og stigi á undan Sevilla, sem er í 3. sæti eftir óvænt tap gegn Espanyol á útivelli í dag, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×