Fótbolti

Xavi segir Chelsea í hefndarhug

Xavi á blaðamannafundi í dag
Xavi á blaðamannafundi í dag NordicPhotos/GettyImages

Spænski miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona á von á því að Englandsmeistarar Chelsea séu í hefndarhug í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld, eftir að spænska liðið sló þá út úr keppninni á síðustu leiktíð.

"Ég held að leikmenn Chelsea séu með svipað hugarfar nú og við höfðum á síðustu leiktíð. Við vildum hefna okkar á þeim á síðustu leiktíð eftir að þeir slógu okkur út árið áður - og svipað verður væntanlega uppi á teningnum hjá þeim nú. Þetta er auðvitað dálítið annað andrúmsloft af því hér er ekki um útsláttarkeppni að ræða," sagði Xavi, sem lék undir stjórn Mourinho hjá Barcelona þegar Portúgalinn var þar aðstoðarmaður á sínum tíma.

"Þeir Rijkaard (stjóri Barcelona) og Mourinho eru ólíkir persónuleikar en það sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru báðir miklir sigurvegarar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×