Fótbolti

Raul íhugaði að hætta eftir tapið gegn Getafe

Raul virðist vera að ná sér á strik á ný
Raul virðist vera að ná sér á strik á ný NordicPhotos/GettyImages

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að framherjinn Raul hafi verið mjög langt niðri eftir að liðið tapaði fyrir Getafe í deildinni á dögunum og segir leikmanninn hafa íhugað alvarlega að hætta í kjölfarið.

Real náði heldur að rétta úr kútnum um helgina með 2-0 sigri á erkifjendunum í Barcelona, en þar var Raul einmitt á meðal markaskorara. "Raul sagði mér að hann hefði ekki geta sofið eftir tapið gegn Getafe og hann sagði mér að ef hlutirnir löguðust ekki, ætlaði hann að fara og sleppa félaginu við að borga sér laun," sagði forsetinn, sem er nú að undirbúa vináttulandsleik við Dani á Bernabeu í mars - en segir jafnframt að það komi ekki til greina nema Raul verði kallaður inn í landsliðið á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×