Menning

Bókarbrot í Borgarleikhúsi

Einar Már Guðmundsson rithöfundur  les úr nýjustu ljóðabók sinni, Ég stytti mér leið framhjá dauðanum.
Einar Már Guðmundsson rithöfundur les úr nýjustu ljóðabók sinni, Ég stytti mér leið framhjá dauðanum. MYND/Pjetur

Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Árni Þórarinsson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson og Sigurjón Magnússon munu lesa úr verkum sínum á upplestrarkvöldinu „Brot af því besta" í anddyri Borgarleikhússins í kvöld.

Að viku liðinni munu rithöfundarnir Árni Björnsson, Ingunn Snædal, Óskar Árni Óskarsson, Stefán Máni, Steinar Bragi og Þórunn Erlu Valdimarsdóttir síðan kveðja sér hljóðs undir sömu yfirskrift.

Upplestrarkvöldin „Brot af því besta", sem eru orðin fastur liður á aðventunni, eru samvinnuverkefni nágrannanna í Kringlunni þ.e. Borgarbókasafns - Kringlusafns, Borgarleikhússins, Kringlunnar og Eymundsson.

Boðið verður upp á léttan jóladjass og kaffíhúsastemningu þar sem verslunarkeðjan Eymundsson býður sérkjör á bókum.

Dagskráin hefst kl. 20, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×