Sport

Lakers - Cleveland í beinni

Mikið má vera ef þeir Kobe Bryant og LeBron James fara ekki í skotkeppni í viðureign LA Lakers og Cleveland Cavaliers í nótt
Mikið má vera ef þeir Kobe Bryant og LeBron James fara ekki í skotkeppni í viðureign LA Lakers og Cleveland Cavaliers í nótt NordicPhotos/GettyImages

Þrír stórleikir verða á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Viðureign LA Lakers og Cleveland Cavaliers verður í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland, en þar mætast tveir af stigahæstu leikmönnum deildarinnar, Kobe Bryant og LeBron James. Leikurinn hefst klukkan hálf fjögur í nótt.

Kobe Bryant er stigahæsti leikmaður deildarinnar í dag með 34,1 stig að meðaltali í leik, en James er í þriðja sætinu með 30,8 stig að meðaltali. Cleveland hefur unnið 20 leiki og tapað 12, en Lakers hefur unnið 18 og tapað 17. Kobe Bryant hefur skorað yfir 40 stig í síðustu fimm leikjum Lakers, en LeBron James er með mun betri skotnýtingu og er með hærra meðaltal í flestum öðrum tölfræðiþáttum.

Þá eru einnig á dagskránni leikir Phoenix og Golden State, þar sem búast má við sannkallaðri flugeldasýningu í stigaskorun þar sem tvö af ákafari sóknarliðum deildarinnar leiða saman hesta sína. Rúsínan í pylsuendanum er svo viðureign liðanna sem mættust í úrslitaviðureigninni í sumar, San Antonio Spurs og Detroit Pistons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×