Tólf mótmælendur sektaðir vegna aðgerða á álverslóð 1. desember 2006 08:38 Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Með þessu var fólkið að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði. Atvikið átti sér stað 16. ágúst síðastliðinn en auk þess að fara inn á vinnusvæðið klifruðu þrír mannana upp í kranabómu og njörvuðu sig þar fasta. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu hópsins var að ræða sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu. Voru mennirnir þrír sem klifruðu upp í kranna sektaðir um 200 þúsund krónur hver, níu manns um hundrað þúsund krónur og einn um fimmtíu þúsund krónur en ekki þótti sannað að tvennt í hópnum hefði brotið af sér. Alcoa Fjarðarál fór fram á ríflega 28,5 milljónir króna í bætur þar sem stöðva hefði þurft vinnu um þúsund manna á athafnasvæði Bectels. Hins vegar sagði dómurinn kröfu Alcoa ekki nógu ítarlega og var henni því vísað frá dómi. Þá féll annar dómur í Héraðsdómi Austurlands í gær sem einnig varðaði mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Þar var tvennt dæmt til greiðslu 200 þúsund króna fyrir að hafa þann 4. ágúst farið inn á vinnusvæði Bectels og klifrað upp í krana þar á svæðinu. Upphaflega stóð til að kæra þrjá vegna málsins en fallið var frá ákæru á hendur þriðja aðila. Klifurbúnaður fólksins var jafnframt gerður upptækur. Lög og regla Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Sjá meira
Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Með þessu var fólkið að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði. Atvikið átti sér stað 16. ágúst síðastliðinn en auk þess að fara inn á vinnusvæðið klifruðu þrír mannana upp í kranabómu og njörvuðu sig þar fasta. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu hópsins var að ræða sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu. Voru mennirnir þrír sem klifruðu upp í kranna sektaðir um 200 þúsund krónur hver, níu manns um hundrað þúsund krónur og einn um fimmtíu þúsund krónur en ekki þótti sannað að tvennt í hópnum hefði brotið af sér. Alcoa Fjarðarál fór fram á ríflega 28,5 milljónir króna í bætur þar sem stöðva hefði þurft vinnu um þúsund manna á athafnasvæði Bectels. Hins vegar sagði dómurinn kröfu Alcoa ekki nógu ítarlega og var henni því vísað frá dómi. Þá féll annar dómur í Héraðsdómi Austurlands í gær sem einnig varðaði mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Þar var tvennt dæmt til greiðslu 200 þúsund króna fyrir að hafa þann 4. ágúst farið inn á vinnusvæði Bectels og klifrað upp í krana þar á svæðinu. Upphaflega stóð til að kæra þrjá vegna málsins en fallið var frá ákæru á hendur þriðja aðila. Klifurbúnaður fólksins var jafnframt gerður upptækur.
Lög og regla Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Sjá meira