Fótbolti

Fjórir leikir í beinni á Sýn á morgun

Það verður sannkölluð knattspyrnuveisla á Sýn næstu daga
Það verður sannkölluð knattspyrnuveisla á Sýn næstu daga

Það verður óvenju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðvum Sýnar í vikunni þegar leikjunum í Meistaradeild Evrópu verða gerð góð skil að venju, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar á morgun. Þetta er vegna þess að leikur CSKA og Arsenal fer fram nokkru fyrr en aðrir leikir og hefst klukkan 16:15 á morgun.

Þá verður leikur Manchester United og FC Kaupmannahafnar sýndur á Sýn, Steua Búkarest og Real Madrid á Sýn Extra og leikur Celtic og Benfica verður sýndur á Sýn Extra 2. Útsending frá þessum þremur leikjum hefst klukkan 18:30, en þeir verða svo allir sýndir á Sýn síðar um kvöldið.

Ekki tekur við lakari dagskrá á miðvikudagskvöldið, þar sem einn af leikjum ársins verður sýndur á Sýn klukkan 18:30, en þar er auðvitað á ferðinni endurkoma Eiðs Smára og félaga hans í Barcelona á Stamford Bridge gegn Chelsea. Leikur Bordeaux og Liverpool er á sama tíma á Sýn Extra og Sýn Extra 2 verður með beina útsendingu frá leik Sporting og Bayern Munchen klukkan 18:30.

Á fimmtudag verður svo bein útsending frá leik Besiktas og Tottenham í Evrópukeppni félagsliða. Það er því engin gúrkutíð framundan í boltanum á Sýn frekar en venjulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×