Sport

Fyrsti Bretinn til að leika í Rússlandi

Garry O´Connor fer ótroðnar slóðir
Garry O´Connor fer ótroðnar slóðir NordicPhotos/GettyImages

Skoski landsliðsmaðurinn Garry O´Connor er langt frá því að vera frægasti knattspyrnumaður í heiminum, en hann markaði þó þátt sinn í sögunni í gær þegar ljóst var að hann yrði fyrsti leikmaðurinn af Bretlandseyjum til að ganga til liðs við knattspyrnulið í Rússlandi.

O´Connor skrifaði í gær undir fimm ára samning við rússneska liðið Lokomotiv Moskvu, en hinn 22 ára gamli sóknarmaður var áður á mála hjá liði Hibernian í Edinborg. Kaupverðið var ekki gefið upp, en er talið hljóða upp á ríflega eina og hálfa milljón sterlingspunda. Fjöldi útlenskra leikmanna er á mála hjá Lokomotiv og hefst deildarkeppnin í Rússlandi þann 18. mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×