Erlent

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð

Lestin vöktuð Öryggisgæsla hefur verið hert til muna í öllum borgum Indlands. Myndin er tekin í Kalkútta.
Lestin vöktuð Öryggisgæsla hefur verið hert til muna í öllum borgum Indlands. Myndin er tekin í Kalkútta. MYND/AP

Sérfræðingar leituðu í gær að vísbendingum í rústum lestarvagna sem sprungu í loft upp í átta sprengjum á háannatíma í Mumbai (Bombay) á Indlandi á þriðjudag. Svo virðist sem sprengjunum hafi verið komið fyrir á farangursgrindum í lestunum, en þær urðu yfir 200 manns að bana og særðu fleiri en 700.

Enginn hryðjuverkahópur hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér.

Talsmenn tveggja herskárra hópa í Kasmír-héraði neituðu aðild að sprengjunum og fordæmdu þær. Talsmenn Indlandsstjórnar létu hafa eftir sér í gær að sprengjurnar væru of þróaðar fyrir Kasmír-hópana, og töldu líklegra að um öfgasinnaða múslimahópa væri að ræða.

Forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, lýsti því yfir í gær að „enginn myndi knésetja Indland,“ og hvatti landa sína til að sýna samstöðu.

Unnið var hörðum höndum að viðgerðum og þrifum og voru samgöngur komnar í nokkurn veginn samt lag í gærdag, þó færri íbúar nýttu sér lestirnar en venjulega. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna í öllum borgum Indlands.

Sextán milljónir manna búa í Mumbai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×