Erlent

Loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút

Mynd/AP
Ísraelsher gerði loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút í Líbanon í morgun, og þurfti að loka flugvellinum vegna þessa. Talsmenn hersins segja flugvöllin gegna mikilvægu hlutverki í að flytja vopn til Hizbollah liða. Meiri harka er að færast í aðgerðir Ísrelsmanna gegn Hizbollah eftir að þeir fönguðu tvo ísraelska hermenn við landamæri Líbanons og Ísraels. Hátt í þrjátíu manns létust í árásum Ísraelshers á suðurhluta Líbaníu í morgun. Ísraelsmenn hafa í nótt sprengt fjöldann af brúm og vegum í Líbanon en þau segja stjórnvöld í Líbanon ábyrg fyrir aðgerðum Hizbollah. Að minnsta kosti einn lést og yfir tuttugu særðust þegar Hizbollah gerði eldflaugaárás á borgina Nahrya í Ísrael í morgun. Ísraelsher dró heldur ekkert úr hernaðaraðgerðum sínum á Gaza í nótt en utanríkisráðuneyti Palestínu í Gazaborg var sprengt upp í nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×