Sport

Legia sterkari en FH

baráttan Var til staðar í gær eins og í fyrri leik liðanna.
baráttan Var til staðar í gær eins og í fyrri leik liðanna. MYND/Daníel

Íslandsmeistarar FH eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Legia frá Varsjá í gær. Pólska liðið skoraði tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik en Daði Lárusson varði vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en Legia fór áfram samanlag 3-0.

"Þeir eru með mun sterkara lið en við, það er alveg ljóst. Ég er þó mjög stoltur af strákunum og þó svo að maður sé aldrei sáttur með að tapa er ég ánægður með okkar leik. Við sluppum fyrstu tuttugu mínúturnar, sem við vissum að yrðu erfiðar, þá var ég vongóður um að við myndum ná að læða inn marki en það tókst ekki og eftir að þeir skora var þetta orðið erfitt," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, við Fréttablaðið í gær.

"Við reyndum að spila fótbolta og ég er sáttur með það. Við spiluðum tvo frábæra leiki og þetta fer bara í reynslubankann hjá liðinu. Ég tel að það sé styttra en margur heldur að íslenskt lið komist enn lengra í Evrópukeppni," sagði Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×