Sport

Stuðningsmenn West Ham ósáttir

Stuðningsmenn West Ham reikna með að verða í miklum minnihluta á úrslitaleiknum í Cardiff
Stuðningsmenn West Ham reikna með að verða í miklum minnihluta á úrslitaleiknum í Cardiff NordicPhotos/GettyImages

Stuðningsmenn West Ham eru afar óhressir þessa dagana en útlit er fyrir að þeir fái ekki úthlutað nema 23.500 miðum á úrslitaleikinn gegn Liverpool sem fram fer á Þúsaldarvellinum í Cardiff, á meðan Liverpool fær úthlutað 48.000 miðum. West Ham hefur fengið mun fleiri miða á leikina í umferðunum fram að úrslitaleiknum og útlit er fyrir að fjöldi stuðningsmanna liðsins þurfi að sætta sig við að sitja heima.

Þúsaldarvöllurinn tekur um 74.000 manns í sæti, en forráðamenn West Ham eru ósáttir við að enska knattspyrnusambandið skuli selja stóran hluta miðanna á völlinn sjálft og því situr West Ham uppi með sárt ennið og verða stuðningsmenn liðsins líklega í miklum minnihluta á úrslitaleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×