Reikningurinn hinum megin 1. nóvember 2006 16:56 Danirnir eru greinilega að fara á límingunum. Þessar greinar í Extra Bladet eru svo fyndnar að það stóð í mér af hlátri. Ég var næstum því dauður, því enginn á heimilinu kann neitt í skyndihjálp. Það er augljóst að þeir sem skrifa greinarnar vita ekki neitt um bisness og fjármál. Líklega eru þetta drykkfeldir miðaldra kallar sem búa í leiguíbúð með litlum svölum sem ekki er hægt að komast út á fyrir bjórkössum. Jæja kannski eru þetta fordómar og maður á ekki að gera sig sekan um það sama og þeir. Ég þekki marga ágæta Dani. Þeir eru flestir áhættufælnir og uppburðarlitlir þegar kemur að fjárfestingum. Þeir vilja vinna stuttan vinnudag og njóta lífsins. Ég hef margoft útskýrt fyrir þeim að þeir geti verið heima hjá sér allan liðlangan daginn ef þeir nenni bara að taka áhættu og vinna eins og vitleysingar í smá tíma. Ég sá í dönsku blaði um daginn að þeir ætla að gera söngleik eftir Matador-þáttunum. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, þá fjalla þeir um hnignun yfirstéttar í litlum bæ úti á landi. Einstæður faðir mætir á svæðið með aleiguna í ferðatösku og ungan son sinn sér við hlið. Honum tekst að opna litla verslun í samkeppni við verslun staðarins og þar sem hann er nútímalegri í hugsun og tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að byggja upp fyrirtækið, þá sigrar hann auðvitað samkeppnina í versluninni. Steininn tekur þó úr þegar hann hefur komið ár sinni betur fyrir borð. Þá stofnar hann banka sem keppir við bankann á staðnum. Yfirstéttin í bænum umgengst hann auðvitað eins og að hann sé holdsveikur og fordæmir allt hans brölt. Duglausa yfirstéttin missir smátt og smátt völd sín, þar sem hún hefur glatað hæfileikanum til að taka á nokkrum hlut og stenst nýbúa bæjarins engan snúning. Kannast einhver við svipaða sögu eða svipuð viðbrögð? Ég hef ákveðið og hvet aðra íslenska kaupsýslumenn til að gefa dönskum vinum sínum og viðskiptafélögum Matador-þáttaröðina í jólagjöf. Jólin eru góður tími til að skoða hjarta sitt og horfast í augu við sjálfan sig. Sjálfur hef ég unnið vel á árinu, grætt mikið og verið góður við samferðamenn mína. Þó að maður sé gallharður og snjall, þá gleymir maður ekki að borga inn á reikninginn hinum megin, enda er maður alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Svo er auðvitað líka hægt að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Danirnir eru greinilega að fara á límingunum. Þessar greinar í Extra Bladet eru svo fyndnar að það stóð í mér af hlátri. Ég var næstum því dauður, því enginn á heimilinu kann neitt í skyndihjálp. Það er augljóst að þeir sem skrifa greinarnar vita ekki neitt um bisness og fjármál. Líklega eru þetta drykkfeldir miðaldra kallar sem búa í leiguíbúð með litlum svölum sem ekki er hægt að komast út á fyrir bjórkössum. Jæja kannski eru þetta fordómar og maður á ekki að gera sig sekan um það sama og þeir. Ég þekki marga ágæta Dani. Þeir eru flestir áhættufælnir og uppburðarlitlir þegar kemur að fjárfestingum. Þeir vilja vinna stuttan vinnudag og njóta lífsins. Ég hef margoft útskýrt fyrir þeim að þeir geti verið heima hjá sér allan liðlangan daginn ef þeir nenni bara að taka áhættu og vinna eins og vitleysingar í smá tíma. Ég sá í dönsku blaði um daginn að þeir ætla að gera söngleik eftir Matador-þáttunum. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, þá fjalla þeir um hnignun yfirstéttar í litlum bæ úti á landi. Einstæður faðir mætir á svæðið með aleiguna í ferðatösku og ungan son sinn sér við hlið. Honum tekst að opna litla verslun í samkeppni við verslun staðarins og þar sem hann er nútímalegri í hugsun og tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að byggja upp fyrirtækið, þá sigrar hann auðvitað samkeppnina í versluninni. Steininn tekur þó úr þegar hann hefur komið ár sinni betur fyrir borð. Þá stofnar hann banka sem keppir við bankann á staðnum. Yfirstéttin í bænum umgengst hann auðvitað eins og að hann sé holdsveikur og fordæmir allt hans brölt. Duglausa yfirstéttin missir smátt og smátt völd sín, þar sem hún hefur glatað hæfileikanum til að taka á nokkrum hlut og stenst nýbúa bæjarins engan snúning. Kannast einhver við svipaða sögu eða svipuð viðbrögð? Ég hef ákveðið og hvet aðra íslenska kaupsýslumenn til að gefa dönskum vinum sínum og viðskiptafélögum Matador-þáttaröðina í jólagjöf. Jólin eru góður tími til að skoða hjarta sitt og horfast í augu við sjálfan sig. Sjálfur hef ég unnið vel á árinu, grætt mikið og verið góður við samferðamenn mína. Þó að maður sé gallharður og snjall, þá gleymir maður ekki að borga inn á reikninginn hinum megin, enda er maður alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Svo er auðvitað líka hægt að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira