Fótbolti

United lá í Kaupmannahöfn

Ole Gunnar Solskjær og félagar í Man Utd gerðu ekki góða ferð til Köben í kvöld og töpuðu 1-0
Ole Gunnar Solskjær og félagar í Man Utd gerðu ekki góða ferð til Köben í kvöld og töpuðu 1-0 NordicPhotos/GettyImages

Manchester United þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir FC Kaupmannahöfn í Danmörku í kvöld og Arsenal og CSKA Moskva gerðu markalaust jafntefli í G-riðli, þar sem allt er nú opið.

Það var sænski landsliðsmaðurinn Marcus Alback sem skoraði sigurmark Kaupmannahafnarliðsins á 73. mínútu gegn Manchester United í kvöld. Enska liðið er þó enn á toppi riðilsins með 9 stig eftir 4 leiki og Celtic í öðru með 6 stig.

Lið Arsenal fékk aragrúa færa gegn Moskvu, en náði ekki að skora og því er rússneska liðið enn á toppi riðilsins og Arsenal og Porto eru einu stigi þar á eftir eftir að Porto vann auðveldan 3-1 útisigur á HSV í Þýskalandi.

Lyon heldur sínu striki og lagði Dynamo Kiev og Real Madrid skellti Steua 1-0. Benfica burstaði Celtic 3-0 og Milan burstaði Anderlecht 4-1 þar sem Kaka gerði þrennu fyrir Ítalina. AEK lagði Lille 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×