Viðskipti erlent

Minni fjárlagahalli í Bandaríkjunum

George W. Bush Forseti Bandaríkjanna segir fjárlagahalla landsins minnka á yfirstandandi fjárlagaári.
George W. Bush Forseti Bandaríkjanna segir fjárlagahalla landsins minnka á yfirstandandi fjárlagaári. MYND/AP

Stjórnvöld í Bandaríkjunum spá því að fjárlagahalli landsins lækki um 22 milljarða Bandaríkjadali eða sem nemur 1.600 milljörðum íslenskra króna á yfirstandandi fjárlagaári sem lýkur í september. Fjárlagahallinn vestra nam 318 milljörðum dala, jafnvirði tæpra 30.000 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjárlagaári.

Methalli var í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum þegar hann nam 412 milljörðum dala eða 31.800 milljörðum króna.

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í vikunni miklar líkur á að markmiðið náist því skatttekjur ríkisins hafi aukist umfram væntingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×