Erlent

Tæp tvö hundruð létu lífið

Sundurtætt Lest í Bombay
Mikil skelfing greip um sig í kjölfar árásanna og ekki hefur enn tekist að henda reiður á fjölda látinna.
Sundurtætt Lest í Bombay Mikil skelfing greip um sig í kjölfar árásanna og ekki hefur enn tekist að henda reiður á fjölda látinna. MYND/AP

Sjö sprengjur sprungu í lestarkerfi Bombay (Mumbai), fjölmennustu borgar Indlands, í gær, sem ollu dauða á annað hund­rað manns og særðu um 500 að sögn lögreglustjóra borgarinnar. Utanríkisráðherra kallar árásina „svívirðilegt hryðjuverk“.

Að sögn lögreglu voru sprengingarnar hluti af vel skipulagðri og samhæfðri árás á lestarstöðvar. Vitni sáu líkamshluta á víð og dreif um lestarstöðvar og aðstandendur bera illa sært fólk í sjúkrabíla. Björgunaraðgerðir hafa reynst erfiðar vegna mikilla rigninga, en forgangsatriðið er að sögn lögreglu að bjarga þeim sem særðust. Sprengingarnar rifu dyr og glugga af lestarvögnum, en lestarferðir til borgarinnar hafa verið stöðvaðar tímabundið. Sprengingarnar skullu á vögnum á fyrsta farrými. Sú fyrsta átti sér stað í norðvesturhverfinu Khar, en sprengingarnar áttu sér stað á lestarteinum, í lestunum sjálfum eða á lestarstöðvum. Ein átti sér stað nálægt neðanjarðarlestarstöð.

Yfirvöld á Indlandi hafa hert öryggiseftirlit og hvatt fólk til að forðast lestarmannvirki. Miklar deilur hafa staðið milli Indverja og Pakistana vegna yfirráða yfir Kasmír héraði, en pakistönsk yfirvöld neituðu aðild að sprengingunum og fordæmdu árásirnar. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst ódæðinu á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×