Lífið

Menningarhátíð heyrnalausra haldin á Akureyri

Norræn menningarhátíð heyrnarlausra hófst formlega í gær, mánudaginn 10. júlí í Ketilhúsinu á Akureyri og stendur hátíðin til 16. júlí.

Rúmlega 250 þátttakendur eru skráðir á menningarhátíðina. Á hátíðinni er fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, m.a er boðið uppá fyrirlestra, listanámskeið, dagsferðir til Mývatns, hvalaskoðun frá Húsavík og hestaferðirum Eyjafjörðinn.

Boðið verður upp á skemmtiatriði í Döffkaffihúsi á hverju kvöldi. Hápunktur menningarhátíðarinnar er án efa lokahátíðin á laugardagskvöldið þar sem m.a verða sýnd skemmtiatriði frá fjölbreyttum leikhópum sem sóttu leiklistarhátíð Draumasmiðjunnar (DRAUMAR 2006).

Norræn menningarhátíð heyrnarlausra á vegum Félags heyrnarlausra og Draumar 2006, alþjóðleg leiklistarhátíð heyrnarlausra á vegum Draumasmiðjunnar eru tvær aðskildar hátíðir sem haldnar eru á sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×