Erlent

Lykilvitni líkast til yfirheyrt í dag

Andrei Lugovio, fyrrverandi KGB maður, verður líkast til yfirheyrður í dag vegna rannsóknar á morðinu á KGB manninum fyrrverandi, Alexander Litvinenko.
Andrei Lugovio, fyrrverandi KGB maður, verður líkast til yfirheyrður í dag vegna rannsóknar á morðinu á KGB manninum fyrrverandi, Alexander Litvinenko. MYND/AP

Allt bendir til þess breskir lögreglumenn yfirheyri í dag lykilvitni í rannsókninni á morðinu á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko. Yfirheyrslunni hefur ítrekað verði frestað vegna þess að vitni hefur verið til rannsóknar hjá læknum í Moskvu.

Andrei Lugovoi er fyrrverandi njósnari og átti hann fund með Litvinenko á hóteli í Lundúnum daginn sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum. Lögreglumenn frá Scotland Yard komu til Moskvu í vikunni og hafa ætlað sér að yfirheyra Lugovoi frá því á þriðjudaginn. Lögfræðingur hans segir að líkast til verði hann yfirheyrður í dag.

Rússnesk fréttastofa greindi frá því í gærkvöldi að einn maður til viðbótar, viðskiptajöfurinn Dmitry Kovtun, hefði verið á fundi Litvinenkos og Lugovois og sá lægi nú á sjúkrahúsi í dauðadái en breskir og rússneskir lögreglumenn munu hafa yfirheyrt hann skömmu áður. Þessu vísar þó lögfræðingur Lugovios á bug og segir heilsu Kovtuns ekki hafa hrakað. Málið verður því reyfarakenndara með hverjum degi sem líður.

Litvinenko var borinn til grafar í Lundúnum í gær og vottuðu rússneskir auðmenn, andstæðingar stjórnvalda í Moskvu og téténskir uppreisnarmenn honum virðingu sína. Litvinenko var jarðsettur í samak kirkjugarði og Marl Marx hvílir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×